Ci vuole un fiore

Í Lundabóli í Garðabæ eru bæði starfsmenn og börn frá ýmsum löndum heimsins. Við höfum því sett okkur það markmið að læra að syngja lag frá öllum þessum löndum. Nú þegar höfum við lært að syngja lag á kínversku, ensku, dönsku, arabísku - og nú var komið að ítölskunni, en einn leikskólakennarinn, Cinzia "Fjóla" er frá Ítalíu. Hún kenndi okkur þetta lag, sem fjallar um hvað blómin eru algerlega nauðsynleg fyrir allt. Ég gerði langan myndrenning til að börnin myndu betur eftir hlutunum í laginu.

Strákurinn minn, hann Bjarki (7 ára) var mjög hrifinn af laginu og lærði það mjög fljótt. Við gerðum litla upptöku þar sem hann syngur fyrsta erindið. Hana má heyra í þessari mp3-skrá:

Ci vuole un fiore.mp3

Ef mann langar til að heyra allt lagið má skoða YouTube-upptökuna sem er neðst á síðunni, eða það er hægt að sjá myndskeið með upptöku úr Lundabóli á heimasíðu leikskólans: Smellið hér

Ci vuole un fiore

Per fare un tavolo
ci vuole il legno
per fare il legno
ci vuole l'albero
per fare l'albero
ci vuole il seme
per fare il seme
ci vuole il frutto
per fare il frutto
ci vuole un fiore,
ci vuole un fiore,
ci vuole un fiore,
per fare un tavolo
ci vuole un fio-o-re.

Per fare un fiore 
ci vuole un ramo
per fare il ramo 
ci vuole l'albero
per fare l'albero 
ci vuole il bosco
per fare il bosco 
ci vuole il monte
per fare il monte 
ci vuol la terra
per far la terra 
ci vuole un fiore
per fare TUTTO 
ci vuole un fiore!

Lag: L. Bacalov og S. Endrigo
Texti: Gianni Rodari

Síðast breytt
Síða stofnuð