Pleng Chang (Fílalag frá Tælandi)

Ég verð alltaf svo stolt og ánægð þegar það tekst að fá öll börn deildarinnar til að syngja nýtt lag á útlensku eins og ekkert sé :) Þetta lag er frá Tælandi og segir okkur frá hvernig fílar líta út, og það hentaði okkur þess vegna vel bæði í alþjóðavikunum og í þemastarfi deildarinnar í haust þar sem við vorum einmitt að fjalla um fíla.

Það er svo lítið mál fyrir börnin að læra að syngja útlensk lög, sérstaklega ef þau vita hvað lögin fjalla um. Hér geta hreyfingar og myndir hjálpað mikið. Ef lagið hefur þar fyrir utan tengingu við starfið á deildinni eða manneskjur sem þau þekkja vel, (eins og Wasana María, sem kemur frá Tælandi og er starfsmaður á Urðarhóli), endar það með að börnunum þykir mjög vænt um lagið og gleyma því seint...

ช้าง *= Chang = Fíll

Nong kei hen chang rue plao?

Hefur þú séð fíl?

Pleng Chang

Chang, chang, chang, chang, chang
  Fíll, fíll, fíll, fíll, fíll
Nong kei hen chang rue plao?
  Hefur þú séð fíl?
Chang man tua dtho mai bao
  Fíllinn hefur risastóran búk
Jamook yao yao
  og mjög langt nef
Riek wa „Nguang“
  sem heitir rani
Me kiew tai nguang
  og tennur undir rananum
Riek wa „Nga“
  sem heita skögultennur
Mee hoo, mee dtaa
  Hefur eyru, hefur augu
Hang yao
  og langan hala

Lagið er frá Tælandi.

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð