Í lófanum mínum

Þetta lag er mjög vinsælt meðal yngstu barnanna. Þeim finnst einkum skemmtilegt að sýna hristuna þegar sungið er "Má ég sjá?". Lagið þjálfar líka heiti líkamshlutanna. Þegar þau eru orðin vön laginu geta þau sjálf tekið þátt í að velja líkamshlutana, og gerir það lagið enn skemmtilegra fyrir þau.

Hristurnar sem ég nota eru Primo Duplo kubbar með hljóði sem börnunum finnast sérstaklega áhugaverðar út af froskinum sem er með þá alla í munninum til að byrja með og "gleypir" þá aftur í lokin.

Í lófanum mínum

Í lófanum mínum,
í lófanum mínum
er ég með hristu.
- Má ég sjá?!

Á höfðinu mínu,
á höfðinu mínu
er ég með hristu.
- Má ég sjá?

Á öxlinni minni,
á öxlinni minni
er ég með hristu.
- Má ég sjá?

Á bakinu mínu,
á bakinu mínu
er ég með hristu.
- Má ég sjá?

Á lærinu mínu,
á lærinu mínu
er ég með hristu.
- Má ég sjá?

Á hnénu mínu...
er ég með hristu.
- Má ég sjá?

Á nefinu mínu,
á nefinu mínu
er ég með hristu.
- Má ég sjá?

Lag og texti: Lotte Kærså
Þýðing: Birte Harksen

Lagið er eftir danska tónlistarkennarann Lotte Kærså og er að finna á DVD-disknum Leg, musik og bevægelse. Á dönsku heitir lagið "Inde i min hånd".

Myndskeið

Myndskeiðið var tekið upp á Aðalþingi í júní 2023.

Tilbrigði

Börnin geta einnig haldið á einhverju öðru en hristu, t.d. jólasveini eða bangsa og sungið um það í staðinn.

Lagið er hér á Spotify í aðeins annarri útgáfu þar maður er með "leyndarmál" í lófanum sem maður felur og sýnir síðan. Leyndarmálið gæti verið eitthvað óvænt sem dregið hefur verið upp úr poka eða álíka.

Síðast breytt
Síða stofnuð