Tomten

Bókin um Tomten er eftir Astrid Lindgren sem byggir söguna á kvæði eftir Viktor Ryberg. Harald Wiberg myndskreytir síðan með gullfallegum myndum.

Söguþráðurinn í "Tomten" er ekki flókinn og felast töfrar bókarinnar einmitt í því að einhverju leyti. Tomten er einskonar búálfur sem á heima á einmanalegum bóndabæ, þar sem hann gætir fólks og dýra og talar við þau á litlu tomten tungumáli sem dýr og börn geta skilið. Tomten minnir dýrin á sumarið sem mun koma fyrr en varir því vetur koma og vetur fara. Hann segir nánast það sama við öll dýrin og endar það með litlu stefi sem er sungið í gegnum bókina:

Vetur koma og vetur fara.
Sumur koma og sumur fara.
Bráðum verður hér sól í haga.

Myndskeið

Útfærsla

Stefið í bókinni er mjög gaman að láta börnin syngja og einnig bara Tomten. Laglínan þarf ekki að vera flókin heldur frekar róandi líkt og raul. Þegar við sungum nafnið Tomten notuðum við til að mynda bara þrjár nótur og kom það út eins og bjölluhljómur.

Þessu tvennu er síðan gaman að syngja til skiptis eða eins og hentar bókinni. Einnig var gaman að syngja þessi tvö stef saman. Börnunum er þá skipt í tvo hópa annar syngur "Tomten" en hin syngur stefið. Gerir þetta bókina enn skemmtilegri þar sem börnin fá að taka þátt.

Þetta var jólin 2009 (en upptakan hér fyrir ofan er síðan í janúar 2010) og hentar hún vel fyrir jólin því þá kunna börnin einmitt svo vel að meta svona bækur. Bókin fjallar ekki um jólin en færði okkur samt jólafrið og jólastemmningu því hún fangar hugblæ jólanna með einfaldleika og ró og fallegum boðskap.

Á Sjávarhóli er Tomten kominn til að vera og í þeirri fullvissu urðum við okkur úti um fleiri Tomten bækur sem eru:

  • Tomten and the Fox
  • The Christmas at the Tomten Farm
  • The Christmas Tomten
  • Christmas in the Stable
Síðast breytt
Síða stofnuð